Discussion about this post

User's avatar
Védís Hervör's avatar

Góð samantekt og pælingar, Konni. Það stendur ekki á 5. hæð Borgartúni 35 að laga kjarasamningslíkanið. Aðeins á þessum nótum um Þjóðarsáttina 1990: „Það studdi viðréttinguna að á þessum árum fékk hagfræðin loks að koma að samningsborðinu sem fullgildur þátttakandi; hún, ásamt sameiginlegri glímu verkalýðsforingja og vinnuveitenda við ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna, opnaði smátt og smátt augu manna fyrir því að lögmál efnahagslífs hér á landi væru ekki önnur en í nágrannalöndum okkar, að hin lífseiga hugmynd um "sérstöðu Íslands" væri á misskilningi byggð.“ - Frá kreppu til þjóðarsáttar

Expand full comment
PeturHenry's avatar

Fróðleg nálgun og vissulega umhugsunarvert - en fyrir það fyrsta er háskólamenntun á Íslandi langt um arðminni en í nágrannaríkjum (sem m.a. hvetur fólk til að flytja þangað), á sama tíma vantar háskólamenntað fólks hérlendis. Í öðru lagi er samfélagið að ganga í gegnum mjög neikvæðar breytingar þegar kemur að m.a. geðheilsu barna og stöðu barna almennt eins og sorgleg dæmi sýna. Hér spila kennarar alveg sésrstakt hlutverk. Í þriðja lagi - lífeyrisréttindi opinbera starfsmanna voru minnkuð og gerður samningur um að það yrði leiðrétt (eðlilega!). Við það hefur ekki enn verið staðið, tja fyrr en kannski í þessum samningum. Ef við viljum hafa fært fólk í opinberri þjónustu, er ekki hægt að bjóða því lægri laun og lægri lífeyrisgreiðslur! Hér eru engar tilviljanir!

Expand full comment

No posts